Flýtilyklar
Enduro
03.06.2008
Enduromótið á Akureyri verður geðveikt. Í fyrsta lagi verður mjög gott veður og í öðru lagi verður
brautin svaðalega skemmtileg. Keppikeflið er og markmiðið að mótið verði skemmtilegt fyrir keppendur og menn fari heilir heim
með óskemmd hjól. Brautina verður unun að aka, engar stíflur eða vandamál, gott flæði og
geðveikt skemmtilegt, reynt verður að halda hraðanum niðri en þrautir verða ekki þannig að menn og hjól
örendist. Ekið verður um svæði sem notað hefur verið áður en auk þess er bætt við landi sem ekki hefur verið
notað áður. Sem sé KKA lofar góðri og skemmtilegri braut.
Athugasemdir