Öryggi framar öllu
Umgengis og öryggisreglur sem gilda fyrir svæði KKA aksturíþróttafélags að Glerárhólum ofan Akureyrar.
1) Öll mótorhjól, fjórhjól og snjósleðar sem eru skráningarskyld verða að vera löglega skráð og tryggð samkvæmt íslenskum lögum.
2) Allir ökumenn þessarra tækja skulu hafa tilskilin ökuréttindi miðað við aldur og stærð ökutækis samkvæmt íslenskum lögum og reglum.
3) Þeir sem ekki uppfylla lið 1 og 2 hafa enga heimild til akstur á svæðum KKA.
4) Öll börn, unglingar og ungmenni sem ekki hafa útgefið ökuskírteini af sýslumanni verða að vera í umsjón lögráða umsjónarmanns allan þann tíma sem notkun ökutækis fer fram á svæðinu.
5) Allur akstur vélknúinna ökutækja er stranglega bannaður í og við RC brautina og einnig við leiksvæði (þar sem leiktæki og sandkassi er staðsett fyrir yngstu kynslóðina) og yfir akveginn, t.d. að aka yfir akveginn og stökkva upp á moldarpyttinn.
6) Allur akstur ökumanna eldri en 12 ára er stranglega bannaður í púkabraut KKA
7) Allur akstur á grónum og nýsáðum svæðum er stranglega bannaður.
8) Á meðan vinna fer fram í MX brautinni hvort sem það er með hrífur eða vinnuvélar þá er brautin undantekningarlaust LOKUÐ og allur akstur í henni stranglega bannaður !!!!!
9) Allur akstur á svæðinu skal vera ábyrgur, menn eiga að vera hugsandi. Menn skulu hafa gát á sínum akstri og stofna hvorki sjálfum sér né öðrum í óþarfa hættu.
10) Í öllum almennum akstri á svæðinu skulu ökumenn leitast við að hafa samræmi í akstri sínum við aðra sem aka um svæðið, t.d. koma sér saman um ökuleiðir og forðast að ökuleiðir krossist.
11) MX braut KKA skal ekin rangsælis, þ.e. rauð dekk eiga að vera hægra megin miðað við akstursstefnu, þ.e. vinstri hönd inn í hringinn. Allur akstur á móti aksturstefnu í MX braut er stranglega bannaður, einnig skal ávallt leitast við að keyra rétta aksturstefnu í þekktum endúróbrautum, sem notaðir eru á svæðinu þó svo að þær séu ekki merktar sérstaklega.
12) Allir ökumenn sem aka á svæði KKA nota hlífðarbúnað svo sem: Hjálm,crossskó,hnéhlífar,brynju,olbogahlífar og auk þess skal ökumaður vera í viðeigandi fatnaði sem stuðlar að öryggi hans.
13) Það ökutæki sem er í notkun á svæði KKA skal ávalt vera í skoðunarhæfu keppnisástandi.