· Kynning á KKA frá 2007
· Myndir frá starfinu
. KKA kynningar-myndaborði
KKA er akstursíþróttafélag torfæruhjóla- og vélsleðamanna á Akureyri og er innan vébanda ÍBA, MSÍ og ÍSÍ.
Félagið var stofnað 9. júní 1996 og er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og MSÍ, sem er meðlimur í þjóðavélhjólasambandinu FIM (Fédération Internationale de Motocyclisme).
Helsta viðfangsefni félagsins er motocross og enduro, en auk þess er reiðhjóladeild innan félagsins og RC deild.
Markmið KKA er að vinna að útbreiðslu og eflingu þeirra íþróttagreina sem stundaðar eru innan félagsins.
Eitt af frumskilyrðum til að efla íþróttirnar er að skapa meðlimum aðstöðu til að stunda íþrótt sína áákveðnum lokuðum svæðum, viðurkenndum af yfirvöldum, þar sem hægt er að standa fyrir námskeiðum, fræðslu, æfingum og keppnum. Vorið 2004 var félaginu úthlutað slíku svæði ofan við Akureyrarbæ og hefur síðan verið unnið að uppbyggingu svæðisins. Árið 2009 var KKA formlega úthlutað svæðinu sem það fékk til umráða 2004 er deiliskipulag þess var endanlega samþkkt. Í byrjun árs 2009 fékk KKA til umráða Endurosvæði í Torfdalnum sem liggur norðan vegarins upp á skotsvæði. Árið 2013 fékk KKA úthlutað þriðja hluta svæðisins. Nú er svæði KKA ríflega 55 hektarar að stærð, eða 550.000 fermetrar eða ríflega hálfur ferkílómetri. KKA hefur ennfremur leyfi fyrir ísaksturssvæði við Hvamm í Eyjafirði.
Félagið hefur skapað sér stefnu í umhverfismálum og hefur starfandi ráð fyrir unglinga og barnastarf. Ennfremur hefur félagið starfandi nefndir er vinna að því að auka og bæta samstarf við landeigendur, yfirvöld og aðra er vilja njóta útivistar og landsins, eins og t.d. hestamenn. Starf nefndanna hefur borið góðan árangur.