Húsreglur KKA.
Fyrir félagsheimilið við MX brautina og Samherjahúsið við púkabrautina.
Félagsheimili KKA við MX brautina var gert sumarið 2005 með það í huga að bæta og efla félagsstarf KKA. Nú þegar er búið að leggja mikla peninga og gríðarlegt vinnuframlag í það að gera aðstöðuna góða. Auðvitað er nokkuð eftir ennþá en aðstaðan er samt vel orðin vel nothæf og hvetjum við félagsmenn til að nýta aðstöðuna eins mikið og hægt.
Samherjahúsið við púkabrautina var gert 2014, lagnir og fleira var unnið 2015. Húsið fauk veturinn 2015 og eyðilagðist og var það endurbyggt 2015. Samherji hf á Akureyri hefur styrkt barna og unglingastarf KKA dyggilega í mörg ár og gerði sá styrkur félaginu kleift að koma upp þessari aðstöðu fyrir foreldra barna sem eru við æfingar við púkabrautina, en oft blæs köldu og ekki er auðvelt norpa kaffi og klósettlaus á hliðarlínunni tímunum saman.
Til að tryggja góða umgengni og samstillt starf þá hafa eftirfarandi umgengisreglur verið settar fyrir félagsaðstöðunni:
1) Umgengni um félagsheimilið skal ávalt vera hverjum til sóma og miðað sé við að hver sá sem notar aðstöðuna skilji við hana eins og að henni var komið eða betri.
2) Ávalt skal tryggja þegar húsið er yfirgefið að dyr séu læstar, ljós slökkt, slökkt á helluborði, kaffikönnu og öðrum rafmangstækjum. Skrúfað skal fyrir allt vatn.
3) Crossskór (eða skítugir skór) skulu undantekkningarlaust skildir eftir á mottu eða utan dyra, það er stranglega bannað að fara inn í húsið á crosskóm eða sambærilgum skóm.
4) Ef menn eru að geyma og borða nestið sitt eða mat verða menn að ganga frá eftir sig og henda matarleifum og pokum.
5) Stranglega er bannað að geyma bensín í húsinu (það má hins vegar geyma í geymslugámnum).
6) Bannað er að aka inn á sólpallinn við húsið, hjól skulu geymd og þrifin vestan við húsið þar sem búið er að koma upp vatnsslöngu.
7) Þegar helt er upp á kaffi, skal sá hinn sami þrífa kaffikönnu og annan búnað áður en hann yfirgefur staðinn.
8) Til að fá aðgang að félagsheimili til nefndarfunda (starfa) skal haft samband við formann húsnefndar og bóka fundi í húsinu til að forðast tvíbókanir og árekstra.
9) Námskeiðshald og aðrar samkomur þarf að panta hjá húsnefnd. (húsið leigt undir slíka starfssemi þegar um utanfélagsaðila er að ræða)
10) Umgengni um félagsheimili, geymslu og aðar eigur KKA skal vera til fyrirmyndar og góð. Ævinlega á að skilja sómasamlega eftir notkun.
11) Allur akstur á sólpalli og á grónu svæði umhverfis félagsheimili er stranglega bannaður.
12) Halda skal gestabók og hún geymd utan á húsinu í kassa sem allir hafa aðganga að sem koma á svæðið.
13) Fundargerðarbók skal vera til í húsinu þar sem nefndir og stjórnir bóka fundi og hverjir mættir eru.
Kv húsnefnd