Umferðalög

[5. gr. a. Í þéttbýli má ekki í heimildarleysi aka, stöðva eða leggja vélknúnu ökutæki utan vega á svæði sem ekki er ætlað fyrir umferð vélknúinna ökutækja.
...

34. gr. [[Ráðherra]1) getur sett reglur2) um akstursíþróttir á sérstökum afmörkuðum svæðum utan vega. Í þeim reglum er heimilt að víkja frá ákvæðum laganna um ökuskírteini og um lágmarksaldur ökumanns.]3)
Eigi má efna til aksturskeppni, nema með leyfi lögreglustjóra. Eigi má án samþykkis vegamálastjóra heimila keppni á þjóðvegi …4) og án samþykkis sveitarstjórnar utan vega.
[Ráðherra]1) setur nánari reglur um aksturskeppni, þar á meðal um eftirlit, greiðslu kostnaðar o.fl. Í þeim reglum er heimilt að víkja frá ákvæðum laganna um fébótaábyrgð og vátryggingu, svo og ákvæðum um hámarkshraða, enda sé vegur þá lokaður annarri umferð eða keppni fari fram á afmörkuðu svæði utan vega.
 

43. gr. Eigi má aka torfærutæki á vegi, sem ekki er einkavegur, frekar en hér greinir.
Sá sem þarf að aka yfir veg, sem ekki er einkavegur, má aka eftir veginum skemmstu leið sem hentug er. Sama er ef aðstæður utan vegar gera það nauðsynlegt að aka eftir veginum.
Ökumaður torfærutækis skal nema staðar áður en ekið er inn á veg. Vegfarandi á veginum skal hafa forgang.
Eigi má flytja farþega á torfærutæki, sem er á hjólum, eða á ökutæki sem tengt er við torfærutæki þegar ekið er á vegi, sem ekki er einkavegur, eða á einkavegi þar sem umferð er almenn.
Á vegi, sem ekki er einkavegur, eða á einkavegi, þar sem umferð er almenn, má eigi aka torfærutæki hraðar en 40 km á klst.
Ákvæði 1., 4. og 5. mgr. gilda eigi um akstur í þágu öryggis- eða heilsugæslu.

55. gr.   ....
Enginn má stjórna léttu bifhjóli, nema hann hafi gilt ökuskírteini til þess [eða til að mega stjórna bifreið eða bifhjóli].1) Ökuskírteini til að mega stjórna léttu bifhjóli má eigi veita þeim, sem er yngri en 15 ára, enda hafi hann áður fengið tilskilda ökukennslu.
[Enginn má stjórna torfærutæki nema hann hafi gilt ökuskírteini til að mega stjórna bifreið eða bifhjóli.]1)
...

Bifhjól:
Vélknúið ökutæki sem ekki telst torfærutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga og er á tveimur hjólum, með eða án hliðarvagns, eða á þremur hjólum og innan við 400 kg að eigin þyngd.

 

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/501-1997

úr reglugerð skv. umferðarlögum um ökuréttindi:

Ökuréttindaflokkar.
5. gr.
Gefa má út ökuskírteini fyrir eftirtalda flokka:
Flokkur A: Bifhjól
- lítið bifhjól
- stórt bifhjól
Flokkur B: Fólksbifreið/sendibifreið
Flokkur C: Vörubifreið
Flokkur D: Hópbifreið
Flokkur E: Stór eftirvagn/tengitæki:
- flokkur B með stóran eftirvagn/tengitæki (BE)
- flokkur C með stóran eftirvagn/tengitæki (CE)
- flokkur D með stóran eftirvagn/tengitæki (DE)
Enn fremur má gefa út ökuskírteini fyrir eftirtalda undirflokka: A1, B1, C1, D1, C1E og D1E.
Þá má einnig gefa út ökuskírteini til farþegaflutninga í atvinnuskyni, svo og ökuskírteini fyrir dráttarvél (flokk T) og létt bifhjól (flokk M).

 

 

Aldursskilyrði o.fl.

15. gr.Ökuskírteini fyrir flokk A má veita þeim sem er fullra 17 ára.

Réttur til að stjórna stóru bifhjóli, sbr. b-lið 6. gr., er þó háður því að hlutaðeigandi:

a. hafi a.m.k. tveggja ára reynslu sem ökumaður lítils bifhjóls á grundvelli ökuskírteinis fyrir flokk A,

b. án þess að hafa tveggja ára reynslu sem ökumaður lítils bifhjóls á grundvelli ökuskírteinis fyrir flokk A, sé orðinn 21 árs og hafi síðan staðist verklegt próf á stóru bifhjóli, sbr. III. viðauka, eða

c. án þess að hafa áður öðlast ökuskírteini fyrir bifhjól, sé orðinn 21 árs og hafi stundað ökunám og staðist ökupróf fyrir flokk A þar sem verklega prófið er tekið á stóru bifhjóli, sbr. III. viðauka.

Með umsókn um rétt til að stjórna stóru bifhjóli, sbr. b-lið 2. mgr., skal fara samkvæmt reglum um aukin ökuréttindi í V. kafla.

...

b liður 6. gr. reglugerðarinnar: 

Ökuskírteini fyrir flokk A (stórt bifhjól) veitir rétt til að stjórna:
- ökutæki skv. a-lið,
- tvíhjóla bifhjóli án hliðarvagns þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,16 kW/kg, eða vélarafl fer yfir 25 kW og
- tvíhjóla bifhjóli með hliðarvagni þar sem hlutfall vélarafls og eigin þyngdar fer yfir 0,16 kW/kg.



Umferðarlög

Reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni nr. 257 2000

Reglugerð um veitingu ökuréttinda

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548