Enduró braut á Akureyri

Jæja Þá eru starfsmenn svæðisnefndar KKA búnir að leggja enduro brautina fyrir næstu helgi. Brautin er lögð á nýja svæðinu sem að KKA fékk úthlutað frá Akureyrarbæ á vordögum undir enduro. Þetta svæði er svakalegt endurosvæði þúfur, grónir hvammar,lækir að stökkva yfir eitthvað smá blautt og nettar brekkur.

Svo er laugarvegurinn að sjálfsögðu hafður innan brautar fyrir flatlendingana. En dekkin góðu verða hvíld þetta árið alla vega.

Munið að skráningu líkur í kvöld á miðnætti.

 

kv Svæðisnefnd KKA


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548