Flýtilyklar
Frá Ferðanefnd KKA
16.01.2009
Föstudaginn 16. janúar næstkomandi kl. 20:00 verður ferð á vegum félagsins. Um er að ræða nætur hard enduro túr, erfiðleikastig
8,0 af 10. Við hittumst eins og áður segir kl 20:00 á neðra svæði og höldum þaðan út í óvissuna og náttmyrkrið.
Túrinn verður ekki langur í kílómetrum en gæti orðið langur mældur í tíma, töluvert vatnssull og hjólaburður. Gott er
að hafa með sér 2 lítra af auka bensíni til öryggis og eitthvað til að væta kverkarnar. Ekki þarf að taka fram að nagladekk og
þokkaleg lýsing er lágmarksbúnaður fyrir svona túr.
Athugasemdir