Hvað bralla menn í skúrunum í vetur?

Vefurin óskar eftir að menn sendi inn breytingar og viðbætur á hjólum og búnaði.   Sniðugar lausnir.    

Vitað er að Benni og Elli hafa átt við ljósin á hjólum sínum og bjuggu ennfremur til haus-ljós úr engu (nánast).   Í það minnsta nær engu fé,   754 kr. eyddu þeir í þessu ljós sín sem er verulega pirrandi í því "ljósi" að sumir eyddu 30.045 kr. í alveg jafngóð hausljós.     Skorað er á þá að senda inn lýsingar og ljósmyndir af verkum sínum.     Elli á enduro ktm 2008 (450 EX eitthvað).    KTM hefur með þrotlausri vinnu náð ljósmengun frá þessu hjóli niður fyrir mælanlegt magn og hentar því hjólið sérlega vel fyrir þá sem stunda stjörnuskoðun,  akandi í loftinu yfir hjarn og þúfur á veturna.     Nú segja lygnir hins vegar að þetta ágæta Astro hjól hans Ella lýsi eins og geimskip.   Hann hafi átt við perur og kannski eitthvað meira en þetta hafi kostað innan við 1.000 kr.     Þetta verður vefurinn að fá að sjá með eigin augum,  gild sönnun væri létt löguð photoshop mynd af hjólinu,  áskorun á Ella.   Sögur fara ennfremur af því að hann hafi sérhannað límmiða á hjólið og séu miðarnir alsettir stjörnum,  en hann var farinn að sakna himintunglanna sem hann er hættur að sjá vegna ljósmengunar frá hjólinu.   Önnur áskorun,   Elli við viljum fá myndir.     Okkur er líka sagt af glannalegum athugasemdum sem hann hefur sérsaumað á hjólið.       Elli,  við viljum sjá þetta,   sannleikurinn gerir þig frjálsan sendu okkur myndir.     og allir þið hinir,   sem eruð að bralla heima sendið okkur hvað þið eruð að gera,  ...  

Ég ríð á vaðið og sendi inn ljósmyndir af KTM 250 SX hjólinu mínu,    motorinn fór í ræmur og ég fékk nýjan 2009 motor í það.      Ég bað Baldvin Þór að sjá um þetta fyrir mig og svona fékk ég hjólið til baka,   hann er sem sé hönnuður og hugsuður allra breytinga.       hér eru fleiri myndir


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548