Flýtilyklar
Skoðun bifhjóla
07.09.2009
Breyting varð á reglugerð um skoðun ökutækja með tilkomu nýrrar reglugerðar í janúar sl. Samkvæmt reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja er nú skylt að færa bifhjól til skoðunar fyrir þann 1. ágúst á skoðunarári, óháð síðasta tölustaf í skráningarmerki. Hafi skoðun ekki verið lokið fyrir þann 1. október er lagt á vanrækslugjald á eiganda bifhjóls.
Ýmsar aðrar breytingar áttu sér stað með nýju skoðunarreglugerðinni, s.s. varð skylt að skoða hjólhýsi, tjaldvagna og fellihýsi, skoðanatíðni ýmissa ökutækjaflokka breyttist og margt fleira. Áhugasamir geta kynnt sér samantekt þessara breytinganna hér: http://www.us.is/id/1000329
Athugasemdir