Flýtilyklar
Vel heppnaður aðalfundur og klúbbmót
Aðalfundur félagsins var haldin í dag kl 11:00 á áður auglýstum fundartíma í félagsheimili KKA í Glerárhólum.
Ágætlega var mætt til fundar þar sem formaður vor lagði m.a. fram ársreikning félagsins, ljóst er að rekstrarstaðan er góð og
mikill hugur í mönnum að vinna félaginu sínu gott og farsælt starf á komandi rekstrarári.
UMGENGNI um félagsheimili og aðstöðu okkar var til umræðu og það er ljóst að félagsmenn verða að leggjast á eitt í
þessu máli. Breið samstaða er um úrbætur sem kalla meðal annars á hugarfarsbreytingu hjá öllum notendum aðstöðu okkar.
Aðgerðir sem miða í þessa átt verða kynntar rækilega hér á vefnum innan tíðar.
Að fundi loknum var slegið í Endúró-klúbbmót og þrautakóng sem lukkaðist alveg frábærlega. Vefstjóri hefur ekki
tölu á öllum þeim armbeygjum sem hann var látinn gera á milli hringja og situr því við tölvuna með strengi. Formaðurinn var
með myndavélina á lofti og von er á myndum og umfjöllun um þessa skemmtilegu uppákomu frá honum innan skamms.
Takk fyrir frábæran dag :)
Athugasemdir