1.umferð Íslandsmótsins í Snocross



Laugardaginn 28. febrúar fer fram 1. umferðin í Sno-Cross. Staðsetning verður birt í kvöld en reikna má með að keppnin fari fram á norðurlandi. 

Vegna breytinga á hýsingu á vef MSÍ hefur verið vandamál með innskráningu og uppfærslur á vefnum síðustu daga. Heimasíðan ætti nú að vera kominn í fullt gagn og vonandi að keppendur geti skráð sig án vandræða. Vegna ofangreindra vandamála hefur skráningar frestur verið lengdur fram til miðnættis á fimmtudaginn 26. febrúar. er hér um undantekningu að ræða og að öllu jöfnu líkur skráningu í öll Íslandsmeistarmót MSÍ á þriðjudagskvöldum um miðnætti.

Keppendur athugið, þegar þið hafið skráð ykkur inn þá þarf að fara á "mín síða" og velja sér keppnisnúmer fyrir Sno-Cross, mælt er með að menn velji sér númer sem þeir hafa keyrt með á síðasta ári. Eftir að númer hefur verið valið þarf að bíða eftir staðfestingu, hægt er að hafa samband við Karl Gunnlaugsson S: 893-2098 eða email kg@ktm.is til að flýta fyrir staðfestingu. Þegar númer hefur verið staðfest er hægt að fara aftur inn á www.msisport.is og ganga frá skráningu.

Athugið að þó skráning sé til miðnættis á fimmtudag er nauðsynlegt að athuga innskráningu og velja keppnisnúmer STRAX. Ekki verður tekið við vandamálum sem varðar skráningu á elleftu stundu. Þegar skráningu líkur er henni lokið !

kveðja

Stjórn MSÍ               Tekið af vef www.msiport.is


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548