Flýtilyklar
2007 árgerðin af KTM hjá Icehobby
26.07.2006

Icehobby við Draupnisgötu hefur nú til sýnis og söluKTM 250 EXC-F árgerð 2007. Þetta er hjólið sem margir hafa beðið eftir þ.e Enduro útfærsla af hinu magnaða 250 SX-F motocross hjóli sem kom á markað í fyrra og vegur aðeins 107,2 kg fullbúið með rafstarti og að sjálfsögðu götuskráð á hvít númer. Þá er bara að sjá hver verður fyrstur á staðinn og tryggja sér gripinn en fyrsta sending er óðum að klárast.
Athugasemdir