Flýtilyklar
Landsmót bifhjólafólks á Íslandi
Næsta sumar, helgina 6-8 júlí verður landsmót bifhjólafólks haldið að Skúlagarði. Þetta verður 22. mótið sem
haldið verður í óslitinni röð. Mótið hefur verið haldið víðsvegar um landið og höfum við ákveðið
þá nýbreytni þetta árið að skýra mótið “Landsmót bifhjólafólks á Íslandi” Þetta er gert
til að fá fleiri og fjölbreyttari hóp á landsmót. Mótið verður áfram haldið af Sniglum og í boði samtakana.
Staðsetning þetta árið er valin að hluta til að fá cross og enduro fólk á svæðið, örstutt er í
þeystarreykjasvæðið og auðvitað erum við öll í sama sporti.
Markmiðið er að allir sem stunda hjólamennsku finnist þeir velkomnir á þetta stærsta mót ársins.
Nú þegar hef ég fengið fregnir af nokkrum sem eru búnir að skipuleggja ferð yfir hálendið að sunnan til að mæta á mótið.
Meðal þess sem boðið er upp á er leikjadagskrá, böll, myndasýningar og margt fleira, einnig er súpa á föstudagskvöld og kvöldmatur á Laugardagskvöld. Leikjadagskráinn verður með nýju sniði og verða þar til dæmis nýir leikir fyrir cross og endurohjól.
Allar hugmyndir, tillögur og spurningar eru velkomnar.
Kveðja
Landsmótsnefnd
Jóhann Freyr Jónsson
S:8663500
E-mail: joi@ic.is"
Dagrún Jónsdóttir
S: 8217470
E-mail: harley1931@isl.is
Svandís Steingrímsdóttir
S: 8483078
E-mail: sallys@simnet.is
Athugasemdir