Námskeið Valdi #270 Pastrana verður með námskeið á KKA svæðinu um næstu helgi.

Námskeiðið verður föstudagskvöldið næsta 28. ágúst 2006  kl. 20 til 22. Laugardagsmorgun 29. ágúst kl.  08 til 12 (UM MORGUNINN,  MORGUNSTUND GEFUR GULL Í MUND)  og sunnudagsmorgun 30. ágúst kl.  08 til 12. (UM MORGUNINN,  MORGUNSTUND GEFUR GULL Í MUND).  Brautinni verður ekki lokað,  þ.e. námskeið verður á almennum opnunartíma brautarinnar,  þannig að menn greiða gjald í brautina eins og venjulega (auk námskeiðsgjaldsins).  Námskeiðsgjald alla dagana er kr. 7.000 og hafa menn það bara með sér á staðinn og gera upp við Valda.  Látið þetta berast,  hringið í vini og kunningja og hvetjið alla til að koma á skeiðið.



Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548