Hjólreiðahátíð KKA og FHR á Akureyri um helgina

Laugardagur 26.8.2006 Kjarni, víðavangskeppni í fjallahjólreiðum í Kjarnaskógi, fimmta mótið í bikarkeppni Hjólreiðanefndar ÍSÍ. Keppni 14 ára og yngri hefst klukkan 10:00. Keppni 15 ára og eldri hefst klukkan 11:00 keppt í flokkum karla og kvenna: 12 ára og yngri, 13/14 ára, 15/16 ára, 17/18 ára, opinn flokkur. Karlar keppa einnig í flokkum 30/39 og 40+ Brautin er 2.5 km, 12 ára og yngri hjóla 3 hringi, 13-14 ára hjóla Laugardagur 26.8.2006

 
Kjarni, víðavangskeppni í fjallahjólreiðum í Kjarnaskógi, fimmta mótið í bikarkeppni Hjólreiðanefndar ÍSÍ. Keppni 14 ára og yngri hefst klukkan 10:00. Keppni 15 ára og eldri hefst klukkan 11:00
 
Keppt í flokkum karla og kvenna:
12 ára og yngri, 13/14 ára, 15/16 ára, 17/18 ára, opinn flokkur.
Karlar keppa einnig í flokkum 30/39 og 40+
 
Brautin er 2.5 km, 12 ára og yngri hjóla 3 hringi, 13-14 ára hjóla 4 hringi, konur 15 ára og eldri hjóla 5 hringi, karlar 15 ára og eldri hjóla 10 hringi. Sjá kort
Þegar fremsti maður lýkur tilskyldum hringjafjölda er keppni lokið, aðrir keppendur ljúka þeim hring sem eru á.
 
Ekki er keppt um sæti í flokki 12 ára og yngri, allir þátttakendur fá fyrstu verðlaun!
Keppnisgjald er 1500 krónur, 500 krónur hjá 12 ára og yngri.
 
Skráning keppenda og skoðun öryggisbúnaðar lýkur hálftíma fyrir keppni. Hjálmaskylda er í keppnum Hjólreiðanefndar ÍSÍ.
 
Fjallabrun í Hlíðarfjalli, Meistaramót Íslands í fjallabruni fer fram í glæsilegustu brunbraut landsins. Keppni hefst klukkan 14:00 Keppt í unglingaflokki (16 ára og yngri) og meistaraflokki (17 ára og eldri).
 
Skráningu keppenda lýkur klukkustund fyrir keppni. Skoðun öryggisbúnaðar fer fram að skráningu lokinni. Keppnisgjald er 1500 krónur. Sjá reglur undir hfr/reglur
Sjá mynd af brautinni
 

Sunnudagur 27.8.2006
 
Götuhjólreiðar, fjórða mótið í bikarmótaröð Hjólreiðanefndar ÍSÍ. Keppni hefst klukkan 10:00
 
Rásmark við skautasvellið
 
Hjólaður verður 27 kílómetra hringur í Eyjafirði.
Kort af leiðinni: Sjá kort
Hæðarkort af leiðnni:  Sjá þversnið af leiðinni
Trimmflokkur, 16 ára og yngri og kvennaflokkur (17 ára og eldri) hjóla 1 hring
Opinn flokkur karla, 17/18 ára piltar, Karlar 30/39 ára, 40 ára og eldri, hjóla 2 hringi auk Hlíðarfjallsspretts (ca 70 km)
 
Trimmflokkur er hugsaður fyrir almenning sem vill láta á það reyna hvernig er að hjóla í keppni, fólki er velkomið að hjóla hringinn á fjallahjóli þó svo að keppnin sé hugsuð fyrir götuhjól.
 
Skráningu keppenda og skoðun öryggisbúnaðar lýkur hálftíma fyrir keppni. Keppnisgjald er 1500 krónur. Hjálmaskylda er í keppnum Hjólreiðanefndar ÍSÍ.
 
Spennandi helgi þar sem úrslitin ráðast í bikarkeppnum sumarsins í viðavangskeppni á fjallahjólum og í götuhjólreiðum! Meistaramót Íslands í fjallabruni haldið í fyrsta sinn á Akureyri.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548