Ný púkabraut !

Í gærkvöldi var lokið við lagningu nýrrar púkabrautar á svæði KKA.  Nýja brautin er upp á moldar haugunum  til vinstri þegar ekið er inn á svæðið, semsagt austan við við startið á MX brautinni.  Það er MIKILVÆGT að allir sem stunda akstur á svæði félagsins átti sig á því að þessi braut er aðeins fyrir hjól 65cc eða minni og gerir ráð fyrir iðkendum yngri en 12 ára.  

Í gærkvöldi var lokið við lagningu nýrrar púkabrautar á svæði KKA.  Nýja brautin er upp á moldar haugunum  til vinstri þegar ekið er inn á svæðið, semsagt austan við við startið á MX brautinni.  Það er MIKILVÆGT að allir sem stunda akstur á svæði félagsins átti sig á því að þessi braut er aðeins fyrir hjól 65cc eða minni og gerir ráð fyrir iðkendum yngri en 12 ára.

Hörð viðurlög verða við akstri annarra hópa í þessari braut og geta hlutaðeigandi sem uppvísa verða átt von á ó tímabundum brottrekstri af svæðinu.  Á næstu dögum verður brautin girt af með vírneti og aðkoma bíla bætt til muna, einnig verður leiktækjunum fyrir þau yngstu komið fyrir í námunda.  Fram að girðingarvinnu verðum við þó að treysta því að menn notfæri sér heilbrigða skynsemi sem stendur öllum til boða, nú eða lesi þessar línur - látið þetta endilega berast. 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548