2009 Kawasaki hjólin koma í Nítró Akureyri

 Á morgun föstudag verða 2009 árg af KXF450 og KXF250 til sýnis. Hittingur milli 16-18 á föstud í verslun Nítró og N1.

Kawasaki KXF 250 og KXF 450, árgerð 2009 eru komin til landsins og verða frumsýnd föstudaginn 17. apríl í Nítró á Akureyri. Báðum hjólum hefur verið breytt umtalsvert. Aðdáendur Kawasaki hafi beðið eftir þessum hjólum um hríð og verða þau loksins sýnd í verslun Nítró á Akureyri 17. apríl. Kawasaki KXF 250 hefur verið endurbætt og er 2009 árgerðin einstaklega spennandi. Þar má helst nefna nýtt og endurhannað stell sem er bæði léttara og mjórra sem gerir ásetu á hjólinu mun þægilegri fyrir ökumann. Þá hefur 249cc hásnúningsmótorinn einnig verið bættur en búið að er breyta hallanum á honum ásamt því að hann er nú mun snarpari á lágum og háum snúningi. Hjólið hefur fengið Showa títanium-húðaða framdempara, lengri afturgaffal og nýrri afturfjöðrun sem gerir afturdemparann slaglengri. Kawasaki KXF 450 er einnig orðið enn öflugra. Þar má helst nefna nýtt og endurhannað stell eins og á KXF 250 ásamt beinni innspýtingu, lengri afturgaffal og nýrri afturfjöðrun sem er slaglengri en í eldri gerðum. Mótorinn er mikið endurhannaður og gefur meðal annars mjög góða svörun og ótrúlega snerpu á lágum og háum snúningi. Framdemparar hjólsins eru 48mm upside down með demantshúðun.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548