Jarðýta


Nú hefur KKA fest kaup á jarðýtu sem fyrirhugað er að nota til viðhalds á MX braut, snocrossbraut ásamt því að mikil vinna er eftir við svæðið almennt.

Ýtan er væntanleg á svæðið til okkar á allra næstu dögum, eins og er stendur hún autur á Kísilvegi við slysavarnaskýlið og bíður eftir fari til Akureyrar.

Nú þegar er búið að skipuleggja lengingu á MX brautinni um ca 300 m sem verður ráðist í um leið og ýtan kemur á svæðið. Þá ætlar Gulli Dalvíkingur að sýna okkur hvernig á að nota svona ýtur. Karlinn er enn handarbrotinn og er alveg að fara á geðsmunum þar sem hann getur lítið sem ekkert gert. Einnig verður reynt eftir tíma og getu að vinna að snyrtingu svæðisins og sá í þá hluta sem hægt verður fyrir veturinn.

kv Svæðisnefnd 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548