Flýtilyklar
Hjólagleði laugardagur
26.08.2006
Hjólahelgin mikla. Laugardagur.
Hjólagleðin var takmarkalaus í dag. Mjög vel tókst til með bikarmótið sem KKA hélt í Kjarnaskógi.
Hrói var þar innsti koppur í búri og var mættur um miðja nótt (ca. 05 a.m.) til að skipuleggja og taka til
mótsgræjur. Úrslit verða kynnt nánar síðar en til að gera langa sögu stutta varð Kári bikarmeistari
í ár. Eftir hádegið var haldið upp í Hlíðarfjall þar sem að HFR hélt tilkomumikla fjallabrunskeppni í
braut KKA í fjallinu. Fjarkinn var opinn og ferjaði menn og hjól upp á fjallatinda. Síðan þutu
sömu aðilar niður hlíðarnar á undraverðum hraða. Hjólin fóru þó á stundum hraðar ein og sér
þegar karlinn varð viðskila við gripinn og skoppaði einn og sér niður hlíðarnar og áhorfendur sáu til skiptist haus eða lappir upp
fyrir þúfurnar. Enda er það ekki að ástæðulausu sem slíkar ófarir eru nefndar að fara haus lappir.
Athugasemdir