Flýtilyklar
Tímatökusendar
20.06.2006
Eins og staðan er í dag með fjölda keppenda í Enduro og Motocross
þá þarf að fjölga sendum. Það er ekki markmið MSÍ að halda úti 30 til 40 leigusendum, heldur örfáum sendum fyrir
þá sem vilja reyna sig eina keppni Eins og staðan er í dag
með fjölda keppenda í Enduro og Motocross þá þarf að fjölga sendum. Það er ekki markmið MSÍ að halda úti 30 til 40
leigusendum, heldur örfáum sendum fyrir þá sem vilja reyna sig eina keppni hvort sem er í Enduro, Motocross eða Snocross. Við viljum því kanna
áhuga keppenda fyrir því að kaupa senda notaða/nýja. Það er auðvelt fyrir keppendur að samnýta senda á milli keppnisgreina/flokka
til þess að deila kostnaðinum. Í dag eru ennþá til nokkrir notaðir sendar, nýr sendir kostar 295 EUR án vsk sjá hér Þeir sem hafa áhuga sendi
póst á skraning@motocross.is. Þeir sem hafa verið í sambandi vegna kaupa á sendum eru beðnir um að
staðfesta áhugann. Markmiðið er að koma pöntun til AMB þannig að sendarnir verði klárir fyrir 1. júlí á Akureyri. Ef
það eru einhverjir að kaupa sjálfir þá væri einnig mjög gott að vita af því til þess að hægt sé að skrá
þá í kerfið.
Athugasemdir