Stofnun sérsambands 18. nóvember n.k. Guðmundur Hannesson, KKA, fyrsti formaður sérsambandsins.

Nú hefur verið í undirbúningi stofnun sérsambands um alllangan tíma.     Fyrsti formaður sérsambandsins verður að öllum líkindum Guðmundur Hannesson,  KKA.

Sambandið hefur hlotið heitið Mótorhjóla og Vélsleðasamband Íslands, skammstafað MSÍ.    Þetta er mjög mikilvægur áfangi fyrir okkar sport.     Það hefur lengi vantað miðstýringu og samtök sem koma fram fyrir alla sem stunda þetta sport.

Samhliða þessum gjörningi verða okkar eldri samtök, Motorsportsamband Íslands (Einnig skammstafað MSÍ) lögð niður

Re:  Ný stjórn sérsambands.
 
Undirbúningsnefndin stillir upp fyrstu stjórn sérsambands.  
 
Formaður
Guðmundur Hannesson, KKA.
 
Meðstjórnendur.
Einar Smárason, AÍH.
Alexander Kárason, TTK.
Njáll Gunnlaugsson, Götuhjól, fornhjól.
Óli Rúnar Eyjólfsson, MÁ.
 
Varastjórn.
Aron Reynisson
Karl Gunnlaugsson
Kristján Geir Mathiesen
 
Allir KKA meðlimir eru að springa af stolti yfir því að fyrsti formaður sérsambandsins verði úr okkar röðum.     Undirbúningsnefndin hefur unnið mjög gott starf og óskar stjórn KKA henni til hamingju með vel unnin störf. 
Formaður.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548