4. Umferð motocross á Akureyri.

Laugardaginn næstkomandi eða þann 07.08.2010 fer fram 4. umferð íslandsmóts í motocross. Keppnin verður haldin á Akureyri.

Skráning fer fram á www.msisport.is  Tímatökur hefjast kl: 09:25 en fyrstu moto hefjast kl: 11:25 þegar B-flokkur byrjar. Keppnin endar síðan um kl: 16:00 og verðlaunaafhending eftir það. nánar um dagskrá mótsins er inná www.msisport.is

Búast má við skemmtilegri keppni enda veðurspá góð og brautin verður í toppformi.

KKA hvetur hjólara til að vera með í skemmtilegri keppni.

Valið verður í landslið íslands sem fer á MXON í haust. Það má því búast við látum í þessari keppni.

Mótsstjóri: Stefán Golden.  Brautarstjóri: Gunnar H.  Öryggisfulltrúi: Guðmundur Hannesson.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548