Flýtilyklar
4.umferð WPSA snocross Ólafsfirði.
Það er allur undirbúningur á fullu á Ólafsfirði fyrir mót helgarinnar og Helgi Reynir lofar frábærri braut eins og Ólafsfirðinga er von og vísa. Sú breyting hefur verið gerð fyrir þetta mót er að keppni hefst ekki fyrr en kl: 18:00 vegna jarðarfarar sem fer fram fyrr um daginn og að sjálfsögðu sýnum við þá virðingu að vera ekki að spóla í brautinni við hliðina á kyrkjugarðinum þegar maðurinn er lagður til hinstu hvílu.
Það er reiknað með að æfingar hefjist kl: 16:30 og svo bara keyrt eins og vanalega, allir að mæta og sjá strákana okkar berjast til síðasta blóðdropa , slagurinn um Íslandsmeistara titilinn hefur sjaldan ef nokkurn tíma verið jafnari. Látið sjá ykkur og styðjið ykkar menn , f.h WPSA Stebbi gull.
Athugasemdir