Hestamenn fá bæinn til að banna endurobrautina

Farið var yfir legu endurobrautarinnar um helgina með formanni hestamannafélagsins og virtust allir ánægðir.     Formaðurinn sá samt ástæðu til að kvarta við bæinn strax daginn eftir.    Í framhaldi af kvörtun formanns hestamannafélagsins bannaði bærinn allan akstur á endurobrautinni.     Hér með er þessum skilaboðum Akureyrarbæjar komið til félagsmanna KKA.     Við höfum haft samband við Akureyrarbæ og óskað eftir fundi til að laga þessi mál aftur og fengið góð vilyrði um að málin yrðu löguð aftur.       Ég get ekki dregið aðra ályktun af þessu en að Hestamannafélagið Léttir sakni hjólamanna á Eyjafjarðarbökkum og annars staðar þar sem þeir voru áður en svæðið fékkst í Glerárhólum.      Því reyna þeir nú að eyðileggja fyrir okkur þessi svæði til að fá okkur til baka.

Formaður.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548