Flýtilyklar
Skipulag
Unnið hefur verið lengi að gerð skipulags akstursíþróttasvæðisins í Glerárhólum. Það fer að
sjá fyrir endann á því. Gert er ráð fyrir að svæði KKA nái yfir moldarlosunarsvæðið og vel upp fyrir
brautina eins og hún er núna. Þarna gefst rými til lagningar reiðhjólabrautar og fleira. Gert er
ráð fyrir sameiginlegu svæð KKA og BA niður fyrir Bröttubrekku og endurobraut á því svæði sem hún er núna, e.t.v. ekki
alveg eins langt í austur samt. KKA og BA funduðu í gær og var það mjög gagnlegur fundur og
góður. Nú er verið að hljóðmæla ýmis farartæki og er þeirri vinnu að ljúka. Í
framhaldi af því teiknar landslagshönnuður upp hljóðmanir sem kunna að vera taldar nauðsynlegar í ljósi
hljóðmælinga.
Formaður.
Athugasemdir