Flýtilyklar
Knight óstöðvandi á Weston Beach
23.10.2006
Eftir að hafa nýlega lokið fullkomnu keppnistímabili í heimsmeistarakeppninni í Enduro þar sem hann sigraði allar keppnir sem haldnar voru mætti Íslandsvinurinn og extreme Enduro sérfræðingurinn David Knight á Weston Beach keppnina um helgina til að keppa um sigurinn við engan annan en Stefan Everts...
... Eftir að hafa meitt sig ílla á fæti í fjórhjólaflokknum á laugardeginum mætti Knight til leiks á D3-racing KTM 525 hjóli sínu. Knight náði góðu starti og tók strax forystuna ásamt gamla brýninu Paul Edmondson sigurveraranum frá því í fyrra. Edmondson heltist fljótlega úr lestinni þegar hann fékk vatn inn á mótorinn og kom hjólinu ekki aftur í gang. Knight lenti í samstuði við hægari ökumann, beyglaði framdiskinn og missti frambremsuna. Skömmu síðar sá sandurinn og vatnið um að klára afturborðana en hemlaleysið hafði lítið að segja þar sem hann ók hraðar og hraðar með hverjum hring og sigraði Everts auðveldlega með sjö mínútna mun þrátt fyrir að hafa fjórum sinnum farið í pitt, tvisvar í bensín og tvisvar í ný gleraugu en Everts bara einusinni. um 900 keppendur tóku þátt í "main eventinu" og var það mál manna að brautin hafi aldrei verið jafn erfið og hólarnir jafn háir.
Athugasemdir