Flýtilyklar
Kynningarfundur um skipulag
Í dag var haldinn kynningarfundur á skipulagi KKA og BA svæðanna. Vel var mætt á fundinn. Halldór
Jóhannsson landslagsarkitekt hélt góða kynningu á skipulaginu. Skv. tillögum stækkar svæði KKA alveg fram að
brekkubrún, upp að svæði Skotfélags og norður að Hlíðarfjallsveginum. Með þessari
stækkun komum við fyrir reiðhjólabraut, stækkun MX brautar og endurobraut. Hestamenn lýstu áhyggjum sínum af hávaða
sem kæmi frá kvartmílubraut BA og ennfremur þótti reiðvegur liggja of nálægt kvartmílubrautinni. Halldór
fullyrti að ekki yrði um hvellan og skerandi hávaða frá brautinni því með hljóðmönum yrði hann deyfður.
Þessi starfssemi gæti því farið saman að hans áliti. Hins vegar bíður það umhverfismats að mæla
nákvæmlega hávaða. Engin athugasemd barst frá fundarmönnum um KKA svæðið eða hávaða
þaðan. Það sem gerist næst væntanlega er að deiliskipulagið fer í umhverfismat.
Staða KKA núna er þessi: KKA sótti um úthlutun lands undir starfssemi félagsins 11. ágúst 2003, 7. janúar 2004, 26.
febr. 2004, 11. mars 2004, 19. mars 2004, 3. maí 2004. Þann 27. apríl 2004 samþykkti Íþrótta- og
tómstundaráð tilmæli til Umhverfisráðs um að KKA yrði úthlutað svæði í Glerárhólum undir starfssemi
sína. Þann 12. maí 2004 afgreiddi Umhverfisráðið erindið og sagðist ekki geta orðið við því en
fól umhverfisdeildinni að deiliskipuleggja svæðið milli Glerár og Hlíðarfjallsvegar. Þegar þessari skipulagsvinnu lýkur
verður hægt að úthluta félaginu formlega svæðinu. KKA hefur leyfi bæjaryfirvalda til að starfrækja á
svæðinu æfingar og æfingakeppnir frá 12. júlí 2005 og stöðuleyfi fyrir félagsheimilið frá 7.7.2005. Ennfremur
hefur KKA ótímabundið leyfi sýslumanns til að starfrækja akstursíþróttasvæði í Glerárhólum á
svæði félagsins. Við leyfum okkur að vona að við förum eftir nokkra mánuði að sjá samþykkt
deiliskipulag af svæðinu og í framhaldi af því formlega úthlutun svæðisins til KKA.
Form.
Athugasemdir