Snjóflóðanámskeið

Í dag lauk vel heppnuðu snjóflóðanámskeiði sem haldið var á vegum Hjálpasveitarinnar og Ey-líf. Þetta námskeið var haldið á Hótel KEA á föstudagskvöld þar sem farið var í bóklegan þátt verkefnisins. Svo..

Var mæting kl 09.00 hundruð á skaflinn á súlumýrum þar sem keyrð var dagskrá óslitið til kl 16.00. þar var farið í gegnum verklega þætti við leit í snjóflóðum með ílir og stöngum. Mönnum kennt að þekkja einkenni snjóflóða og eðli þeirra.

Farið var í gegnum hvernig snjóalög myndast og hvernig maður á að þekkja aðstæður þegar um snjóflóðahættu er að ræða.

Veður var með eindæmum gott 5-6 gráðu hiti þó svo að næddi um tíma, almenn ánægja var með námskeiðið og voru sleðamenn og konur dugleg að mæta um 60-80 manns sóttu námskeiðið.

Ey-líf þökkum við frábært og þarft framtak, einnig má minnast á það að ekkert gjald var tekið af félagsmönnum Ey-líf heldur stóð félagið straum af þeim kostnaði sem til féll.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548