Á toppi Kerlingar í 1538 metra hæð á VÉLHJÓLUM!

Hingað til hefur það bara verið fyrir karlmenn með kúlur að fara Glerárdalsmegin upp á fjallið Kerlingu í Eyjafirði (1538 m) og það á vélsleða. En það eru
til menn með enn stærri kúlur og það svo stórar að þeir drifu sig þessa leið á VÉLHJÓLUM. Þetta voru auðvitað þeir félagarnir Gunnar Hákonarson og Finnur Aðalbjörnsson sem báðir eru komnir vel á fimmtugsaldurinn, aðspurðir sögðu þeir að svona verkefni væri ekki á færi "neinna kettlinga" [yngri manna; innskot vefstj.] Útsýnið af fjallinu er stórkostlegt en meðfylgjandi mynd talar sínu máli:

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548