Flýtilyklar
Aðalfundur KKA 2022
Fundurinn verður Miðvikudagskvöldið 16.febrúar Fundarstaðsetning er að sjálfsögðu óðalið okkar félagsmanna, klúbbhús KKA.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og eiga saman skemmtilega kvöldstund. Við ætlum að renna yfir starfsemi síðasta árs og reikninga félagsins o.fl. Kosið verður í nýja stjórn og nýr gjaldkeri vígður.
ATH séu hugmyndir - tillögur sem þið viljið að sé tekið fyrir á fundinum skal senda það inn á kkafelag@gmail.com
Dagskráin verður svona:
1) Setning fundar kl. 19:00.
2) Kjör fundarstjóra og fundarritara.
3) Formaður gerir stuttlega grein fyrir skýrslu stjórnar og reikningum.
a. Yfirlit um það sem skiptir mestu, (þ.e. hvað er á bankareikningnum NÚNA.)
b. Rekstrarreikningar,
c. Efnahagsreikningar
4) Skýrsla stjórnar og nefnda lagðar fram til umræðu og samþykktar.
5) Endurskoðaðir reikningar síðasta reikningsárs lagðir fram til umræðu og samþykktar.
6) Kosning formanna nefnda.
a) Öryggisnefnd:
b) Svæðisnefnd:
c) Mótanefnd:
d) Unglingaráð:
e) Foreldraráð og Fræðsluráð:
f) Aganefnd:
g) Umferðarnefnd:
h) Ferðanefnd:
k) Snocrossnefnd.
l) Innheimtunefnd:
m) Húsnefnd:
n) Laganefnd:
7) Umræður um tillögur, sem fram hafa komið.
8) Kosning formanns.
9) Kosning fjögurra stjórnarmanna.
11) Umræða / hugmyndir um árið 2022
12) Önnur mál. /
13) Fundargerð lesin upp til samþykktar.
14) Fundarslit.
Athugasemdir