Aðalfundur KKA 5.jan

Aðalfundur KKA 5.jan
Glaðbeittir

Myndir.
Fundargerð.  eða lesa hana hér að neðan.

Aðalfundur KKA var settur kl. 20:02 þann 5. janúar á efri hæð veitingahússins Greifans,  að Glerárgötu 20, Akureyri. 

 

Formaður bauð alla velkomna og setti fundinn.   Því næst var Bjarki Sigurðsson kosinn ritari fundarins og Guðmundur Hannesson kosinn fundarstjóri og tók hann við fundarstjórn.     



Dagskráin er þessi:

1)      Formaður setur fundinn segir frá kjöri íþróttamanni ársins 2017 hjá KKA en það er Einar Sigurðsson óskum honum til hamingju með það.

2)      Kjör fundarstjóra og fundarritara.  Ritað hér að ofan

3)      Formaður gerir stuttlega grein fyrir skýrslu stjórnar og reikningum. 
a. Yfirlit um það sem skiptir mestu
b. Rekstrarreikningar,
c. Efnahagsreikningar

4)      Skýrsla stjórnar og nefnda lagðar fram til umræðu og samþykktar.  

5)      Endurskoðaðir reikningar síðasta reikningsárs lagðir fram til umræðu og samþykktar. Einróma samþykki

6)      Kosning formanna nefnda.

Allar nefndir voru samþykktar með einróma samþykki.

a)      Öryggisnefnd: Sigurður Rúnar Sigþórsson

b)      Svæðisnefnd: Jóhann Hansen

c)      Mótanefnd: Bjarki Sigurðsson

d)     Unglingaráð: Fellur undir Foreldraráð

e)      Foreldraráð: Pétur Birgisson

Fræðsluráð: Þorsteinn Hjaltason

f)       Aganefnd: Þorsteinn Hjaltason

g)      Umferðarnefnd: Guðmundur Hannesson

Skemmtinefnd: Stefán Þór Jónsson

h)      Ferðanefnd: Jóhann Hansen

i)        RC nefnd: Nefnd strokuð út.

j)        Reiðhjólanefnd:  Nefnd strokuð út og komið í hendur HFAK

k)      Vetraríþróttarnefnd: Hákon Birkir Hákonarson

l)        Innheimtunefnd: Þorsteinn Hjaltason

m)    Húsnefnd: Kristján Ingi Jóhansson

n)      Laganefnd: Þorsteinn Hjaltason

7)      Umræður um tillögur, sem fram hafa komið.

8)      Kosning formanns: Eitt framboð, Þorsteinn Hjaltason, Einróma samþykki

9)      Kosning fjögurra stjórnarmanna.   Halldór Gauti í framboði, Stefán Þór Baldursson einnig. Gunnar Valur Eyþórsson sagði sig úr stjórn, Einnig var Sigurður Bjarnason ekki endurkjörinn.

Stjórn KKA er þá eftirhljóðandi

Þeir sem ekki eru merktir eru almennir stjórnarmenn

Árni Grant

Baldvin Þór Gunnarsson

Bjarki Sigurðsson

Fjalar Úlfarsson

Guðmundur Hannesson Formaður Nefnda

Jóhann Hansen

Stefán Þór Jónsson

Sigurður Rúnar Sigþórsson

Halldór Gauti Helgason

Stefán Þór Baldursson

Þorsteinn Hjaltason   Formaður

10)  Kosning tveggja endurskoðenda.   Fá tillögur um þá.

Guðmundur Hannesson Undirmaður

Axel Þórhallsson Formaður

11)  Umræða / hugmyndir um árið 2018.   Fundarstjóri stjórnar því með harðri hendi.

Umræða um síðasta félagsfund, rætt um nýja fyrirkomulagið þar sem að félagsmenn KKA noti svæðið frítt. Villi Þorri tók það að sér að prenta út límmiða ( að félagagjöld séu greidd) Villi hefur samband við formann að því loknu sem ákveður svo hvernig best sé að dreifa þessu til greiddra aðila. Þessi nýja tillaga með brautargjöld var samþykkt með öllum greiddum.

Svæðisnefnd fær það verkefni að fá mannskap í að laga til enduro svæðið, Ármann Örn talar um sínar skoðanir á svæðinu og vill endilega koma sínu á framfæri. Nefndin tekur við öllum tillögum og bíður spennt eftir því.

Skoða þarf hús við barnabraut, vilji er fyrir því að ráðast í viðgerðir á húsinu sem að Kristján Ingi heldur utan um en ekki mun það gerast nema með aðstoð félagsmanna, heyra verður í nýkjörnum nefndarformanni foreldraráðs og virkja hann.

Einnig þarf að finna tíma til að lappa uppá félagsheimili KKA. Inn í því eru ljóskastarar á svæðinu sem þarf brýnt að skoða. Hólmgeir í ískraft verður vonandi fenginn í þetta verk. Friðrik Karlsson er spenntur fyrir því að vaða í kastarana og reyna koma þeim í lag, allavega meta þá svo hægt sé að nota freestyle aðstöðu team23/kka

Vatnslögn KKA: Samþykkt var að vatnslögnin kæmi upp við norð/vestur enda hússins svo hægt sé að tengja hana við vatnskerfi svæðisins. Grafa þarf skurð frá dælustöð norðurorku sem er við vatnsbólið okkar fræga, hugur er í mönnum að koma þessari lögn niður við fyrsta tækifæri. Guðmundur ætlar að herja á norðurorku með að vaða í þessa aðgerð, og þá í leiðinni hafa samband við Finn ehf með að grafa niður lögnina. Einnig ætlar hann að athuga með kassa fyrir vatnslögnina utan á húsið, hvort norðurorka sé með lausn á því máli. Redda þarf manni í pípulagnir og frágangi á lögninni. Í Leiðinni þarf að leggja lögn niður að þrifa plani, og skoða almennilega háþrýstidælu með tveimur notendum / tala við Tryggva Aðalbjörns.

Talað var um að drena svæði KKA, það eru staðir sem að myndast lón sem gott væri að losna við, ræddar hugmyndir um hvernig best væri að gera það og er þetta verkefni sem þarf að ráðast í, og mun ekki gerast nema áhugi sé fyrir. Spurning að ræða við t.d Finn ehf sem gæti gefið góð ráð.



12)  Önnur mál.  Sennilega öll komin undir 11)  en sjá til.

Stefán Þór Jónsson tekur að sér að tala við Sigurð Bjarnason um að fá verkfæri í KKA húsið, helst þarf að vera inní því skápur sem hægt er að læsa, eftir sterk ummæli frá Árna Grant sem rak síðan Stefán úr þessari nefnd, og hann ætlar að ræða sjálfur við Siggi Bjarna þar sem hann treystir ekki Stefáni.

Winter games helgin rædd, snocross mót og spyrna  á túninu við gámasvæðið, og ef snjór er þá verður samhliðabraut í gili KKA. KKA samþykkti að sækja um leyfi og tryggingar fyrir þeim viðburðum. 23-25 mars.

19 manns voru á fundinum.   Veitingar voru veittar pizza og vatn.

13)  Fundargerð lesin upp til samþykktar.

14)  Fundarslit.

 

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548