Flýtilyklar
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins var haldinn um síðustu helgi. Svo óheppilega vildi til að vatnstjón varð í húsinu og því
ekki hægt að halda fundinn í félagsheimili. Reynt var að auglýsa það eftir bestu getu og láta vita upp í félagsheimili
með tilkynningu að fundurinn hefði verið færður niður í Glerárgötu.
Formaður gerði grein fyrir reikningum félagsins sem voru samþykktir. Félagi stendur vel, skuldlaust og á orðið töluverðar
eignir. Í máli formanns kom fram að mikilvægt sé að félagið eigi nokkuð lausafé á hverjum tíma þar sem
að eignir hafi aukist og það þurfi fé til að reka eignir, þess vegna verður að fara varlega enn varlegar í frekari fjárfestingar
þó lausafé til rekstrar sé þó nokkuð hjá félaginu. Eftir nokkrar umræður voru reikningar samþykktir
samhljóða. Félagsheimilið varð fyrir miklum vatnsskemmdum verið er að vinna í því. Stofnæð/krani fraus
undir húsinu með alvarlegum afleiðingum.
Vatn til vökvunar svæðis var rætt sem og starthlið. Ákveðið var að leita eftir tilboðum í gerð 10 hliða og 30
hliða. Ljóst er að verkefnið er dýrt fyrir félagið. Starfsmaður: Rætt var um mögueika á
starfsmanni á svæðið næsta sumar. Svæðið er orðið það mikið uppgrætt að það þarf stærri
tæki til að slá, þau mál voru rædd.
Við stjórn bættist Jóhann Hansen, annars er hún eins. Kosið var í nefndir félagsins. Breytingar urðu
í hús-, svæðis- og mótanefnd. Rætt var um að skipta svæðisnefnd upp í endurosvæðisnefnd og
motocrosssvæðisnefnd. Þessi hugmynd verður skoðuð í sumar nánar. Rætt var um viðhald endurobrauta.
Sjá hér er Stjórn og hér Nefndir
Athugasemdir