Aðalfundur 31. október 2009 kl. 10 árdegis

Sælir félagar,

þetta er u.þ.b. síðasta útkall - aðalfundur verður haldinn 31. okt. 2009 kl. 10:00 eins og áður hefur verið auglýst.

Fundurinn verður haldinn í félagsheimili KKA í Glerárhólum og mun þar verða farið yfir reikninga félagsins og malað og grobbað svolítið um verkefni og vinnu KKA á síðasta starfsári.    Þegar við höfum fengið nóg af því að klappa hvorum öðrum á bakið og þagga niður gagnrýnisröddum munum kjósa í nefndir og stjórn og því næst ræða komandi starfsár og áherslur þar.

...  sem sé venjuleg aðalfundarstörf,  sbr. lög félagsins hér til hægri eða öllu heldur vinstri.

einn tillaga að lagabreytingu kemur frá stjórn,  lagabreytingatillaga

Fjölmennum.

Bestu kveðjur  Þorsteinn


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548