Aðalfundur KKA föstudaginn 26. okt. 2012 kl. 18:00 í félagsheimilinu

Aðalfundur KKA verður haldinn 26. október 2012,  kl. 18:00 í félagsheimili okkar í Glerárhólum.

 Aðalfundur KKA er haldinn í tvennu lagi,  þetta er fyrri fundurinn þar sem kosið er í stjórn og nefndir en síðari fundurinn fjallar um fjármál félagsins og er haldinn eftir áramótin og er þá farið yfir reikninga félagsins fyrir rekstrarárið 2012 og hugað að framhaldi 2013.      Vakin er athygli á þessu ákvæði í lögum félagsins:  
Málefni sem félagar óska að tekin verði fyrir á fundinum, skulu tilkynnt stjórn félags minnst 1 viku fyrir aðalfund.

Dagskrá skv: 

1.  Setning

2. Kjör fundarstjóra og fundarritara.

3. skýrsla stjórnar og nefnda

4. umræða um skýrslur

5. Kosning stjórnar,  formanns,  endurskoðanda (bókara) og nefnda

6. Ákveðið er hvenær peningafundurinn er haldinn í janúar.

7. Lagabreytingar ef einhverjar eru.

8. Önnur mál.

9. Umræður um tillögur, sem fram hafa komið.

10. Fundargerð lesin upp til samþykktar.

11. Fundarslit. 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548