Áfangi á Bíldsárskarði. Umferðarskilti í óskilum.

Umferðarskilti er bannar alla umferð motorhjóla var við þjóðveginn í Fnjóskadal,  á upphafi  leiðar yfir Bíldsárskarð.      KKA hefur barist fyrir því að þetta skilti yrði tekið niður,  enda ætti það engan rétt á sér.    KKA sendi Vegagerðinni erindi varðandi þetta og fleira.     Vegagerðin hefur nú upplýst  að ekki væri ljóst hverjar forsendur þessa skiltis væru,   hver hefði sett það upp,  hvers vegna og á hvaða grundvelli,   né hver ætti það.        Vegagerðin tjáði KKA að málið væri á forræði landeiganda ef hann vildi ekki hafa þetta skilti þá mætti hann taka það niður.       Landeigandi  Fjósatungu fól KKA að taka niður skiltið,  sem var gert á föstudaginn síðasta.      Skiltið er nú í áhaldageymslu KKA í Glerárhólum.     Eigandi skiltisins getur  vitjað þess þangað.      Ef þessa skiltis verður ekki vitjað næstu 14 daga mun félagið afhenda vegagerðinni það.    (Eigandi þarf að láta vita af eignarhaldi sínu til th@alhf.is og sanna eignarrétt sinn með kvittun,  ekki hægt að láta skiltið af hendi við hvern sem er sem þykist eiga það).

KKA sendi Reiðveganefnd Léttis erindi fyrir 10 dögum og er vonast til að viðræður geti hafist með félögunum um samskipti félaganna á alfaraleiðum.       KKA er þess fullvisst að skynsamlegar umræður og vinsamleg samskipti félaganna verða öllum félagsmönnum til hagsbóta,   annað er í raun tóm þvæla.     Hér er bréf KKA til Reiðveganefndar Léttis.      Svar hefur ekki borist en vonast er til að það berist fljótlega.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548