Flýtilyklar
Akstursíþróttasvæði KKA
10.10.2010
Árið 2005 fékk KKA svæði í Glerárhólum eða Torfdalshólum vont að segja til nákvæmlega hvenær einir enda og hinir
taka við en þjálla var að tala um Glerárhóla svo það varð ofaná. Hins vegar er Endurosvæði félagsins í Torfdal
og þar rennur torfdalsáin eða kannski bara lækurinn. Púkabrautin er norðan við motocrossbrautina. RC brautin er ofar og félagsheimilið
er fyrir miðju. Svæðið er upplýst. Búið er að græða upp landið en þegar félagið tók við
svæðinu var þetta malargryfja. Nýlega var lokið við að tyrfa mjög stórt svæði. Þar mun verða
byrjendakennsla fyrir börn og svæði fyrir keppendur o.fl. fleiri myndir hér
Athugasemdir