Árgjald KKA 2008 o.fl.

Árgjald fyrir árið 2008 er kr. 4.300 og er þá seðilgjald o.fl. til banka innifalið.       Mjög bráðlega verður seðillinn sendur út til félagsmanna og biðjum við alla að bregðast skjótt við og greiða.       Undanfarin ár hefur gjaldið verið 3.117 en með aukinni þjónustu og mannvirkjum verður félagið að hækka gjaldið aðeins enda sanngjarnt því boðið er upp á meira.     Verð árskorta í brautina verða ekki hækkuð.     Fyrir félagsmann kostar það kr. 8.000 og kr. 15.000 fyrir utanfélagsmenn.      Gildi kortsins er mun meira núna eftir að félagið kom upp lýsingu í brautinni.     Snjósleðar hafa verið í brautinni í allan vetur og við munum aka hjólum langt fram á haustið í flóðlýsingu.     Bráðlega verður kynnt æfingatafla félagsins og æfingagjöld.     Æfingatímar verða ákveðnir í 4-5 flokkum og á áætlun verða 4 enduroferðir á vegum félagsins.  


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548