Flýtilyklar
Árlegt hóf ÍRA í íþróttahöllinni
18.12.2007
Fréttatilkynning frá Íþróttaráði Akureyrarbæjar.
Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi
sem haldið verður í Íþróttahöllinni fimmtudaginn 27. desember n.k. kl. 16:00.
Öllum Akureyringum er unnið hafa til Íslandsmeistaratitils á árinu 2007 verður afhentur minnispeningur Íþróttaráðs.
Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 195 íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Það er von Íþróttaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn og þjálfarar þeirra sjái sér fært að koma til athafnarinnar.
Góðar veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar.
F.h. Íþróttaráðs
Ólína Rebekka Stefánsdóttir
Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi
sem haldið verður í Íþróttahöllinni fimmtudaginn 27. desember n.k. kl. 16:00.
Öllum Akureyringum er unnið hafa til Íslandsmeistaratitils á árinu 2007 verður afhentur minnispeningur Íþróttaráðs.
Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 195 íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Það er von Íþróttaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn og þjálfarar þeirra sjái sér fært að koma til athafnarinnar.
Góðar veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar.
F.h. Íþróttaráðs
Ólína Rebekka Stefánsdóttir
Athugasemdir