Árskort í brautir KKA.

Árskort í brautir KKA.
Haffi Grant borgar alltaf árskort.

Sælir elskulegir félagar í KKA, nú fer að byrja sala árskorta í brautirnar okkar og hafa orðið örlitlar breytingar á gjaldtöku félagsins.

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að hækka árskortin lítillega vegna mikils kostnaðar við að halda brautinni í heimsklassa eins og hún var allt síðasta sumar og ákvað stjórnin eftirfarandi breytingar:

  Yngri en 12 ára frítt áfram

  12-16 ára hálft gjald 7500,-

  16 ára og eldri gjald 15.000,-

Athugið það kæru félagar að það er enginn sem hjólar á svæði KKA án þess að vera með dagspassa eða árskort sem er yfir 12 aldur, séu menn gripnir í landhelgi án þess að vera með miða er honum vísað umsvifalaust af svæðinu og gæti farið í langt straff.

Bestu kveðjur og gott hjólasumar Stebbi gull.

ps, árskortin má nálgast í Studio 6 Skipagötu 6 á milli 10 -18 alla virka daga,

Stebbi :6625252

Studio 6 :4661818 

 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548