Flýtilyklar
Ársþing ÍBA
12.04.2016
Þorsteinn og Gunnar Valur voru þingmenn KKA á Ársþingi Íþróttabandalags Akureyrar í dag. ÍBA er oft á tíðum eini snertiflötur íþróttafélaganna hér á Akureyri. Bandalagið gegnir mikilvægu hlutverki í samskiptum og samstarfi íþróttafélaganna innbyrðis og gagnvart Akureyrarbæ. KKA leggur ríka áherslu á að rækja skyldur sínar vel gagnvart ÍBA, íþróttastarfi á Akureyri og yfirstjórn íþróttamála.
Athugasemdir