Flýtilyklar
Ársþing MSÍ 2017 og formannafundur MSÍ
26.11.2017
Þorsteinn Hjaltason og Bjarki Sigurðsson sóttu viðburðina í Reykjavík í gær laugardaginn 25. nóvember. Farið var yfir árið og hugað að framhaldi. Hrafnkell hætti sem formaður og við tók Jón H. Eyþórsson, dreifingastjóri hjá Ölgerðinni. Jón er í Kvartmíluklúbbnum og leist okkur Bjarka mjög vel á manninn. Aron Ómarsson kom nýr inn í stjórn. Bjarki okkar situr áfram. Bjarki hefur staðið sig óskaplega vel og hann lét mikið að sér kveða á fundunum í gær. Nýr norðanmaður kemur inn í stjórn MSÍ, Hrefna Björnsdóttir en hún er í stjórn Bílaklúbbs Akureyrar.
Athugasemdir