Ársþing ÍBA var haldið í gærkvöldi

KKA sótti ársþing ÍBA í gærkvöldi frá kl. 18:00 til 21:00.     Þröstur Guðjónsson var endurkjörinn formaður,   aðrir í stjórn voru kosnir Gunnar Kárason,  Fríða Pétursdóttir og Sigbjörn Gunnarsson.  Í varastjórn eru Hörður Sigurharðarson,   Haukur Valtýsson og Áslaug Kristjánsdóttir.     Allt saman toppmenn.    Nokkrar ræður voru haldnar,  farið var yfir reikninga og lögum breytt.   Allt fór þetta vel fram undir vökulu auga KKA,  sem fékk vel að borða og var því ánægt.      Á þinginu var Baldvin Þór Gunnarsson sérstaklega heiðraður með bókum og blómum,  en þar sem hann var á stífum æfingum baðaður í splunkunýjum ljósum á snocrosssvæði KKA gat hann ekki tekið við verðlaunum þannig að formaðurinn brá sér í Baldvins-gerfið sitt,  gallabuxur og jakka yfir spelkur og brynju,   og tók við verðlaunum rétt eins og hann hefði sjálfur til þeirra unnið,  og var reyndar myndaður með þau í bak og fyrir af sérstökum fréttamönnum þingsins (sbr. frétt Stöðvar2 þar sem sýndar voru myndir af "Baldvin" að fá verðlaunin/geðveikt flottur).    Ársskýrslur allra félaganna voru birtar í bók sem ÍBA gefur út á 2 ára fresti.    Þar er saga félaganna rakin nema hjá BA sem ákvað að eyða sínu rými í að fjalla um hestamannafélagið Létti.    Hægt er að lesa ársskýrslu KKA fyrir 2006 og 2007 hér (ath.  ekki komið enn kemur inn í kvöld,  þið verðið að bíða þar til þá með lesturinn).   Ársþing eru haldin á 2 ára fresti, umsóknir þeirra sem vilja verða fulltrúar á næsta þingi þurfa að berast eftir 23 mánaða.   

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548