Flýtilyklar
Backflip Hafþórs.......
Backflip fullkomnað af Hafþóri “crazy” Grant.
Hafþór Grant Ágústsson hefur nú framkvæmt það sem einna erfiðast er að framkvæma á mótorcrosshjóli.
Hafþór hóf að undirbúa heljarstökk á mótorcrosshjóli fyrir 4-5 árum og byrjaði að æfa sig á trampólíni á þar til gerðu bmx hjóli semhann hafði útbúið sérstaklega með svömpum og dass af teipi, svo byrjaði hann að hoppa eins og enginn væri morgundagurinn fyrir utan heimili sitt í Fögrusíðu, hann var fljótur að ná lagi á trampólíninu og einfalt heljarstökk nægði honum ekki á bmxinu heldur hefur hann tekið tvöfalt backflip að vitna viðuvist og fór nokkuð létt með það.
Fyrsta skipti sem Hafþór lét vaða á motorcrosshjóli var árið 2008 og olli það talsverðu fjaðrafoki í fjölmiðlum af fólki sem ekki veit um hvað þetta snýst og hefur ekki skilning á þessari íþróttagrein, Hafþór þurfti tvær tilraunir til að negla fullkomna lendingu uppá svæði KKA við glerárhóla.
Svo gerðist það í fyrradag 25 08´09 að íþróttamaðurinn Hafþór ákvað að reyna aftur, það var smellt upp rampi (stökkpalli) og útbúin lending í snarhasti af einum okkar færasta ýtu sérfræðing (Gunni H) og svo var látið vaða , Hafþór tók nokkur æfingarstökk og svo reyndi hann backflip í fimm sinnum en uppstökkið var of hált þannig að hjólið spólaði undan sér afturdekkinu og þær tilraunir mistókust .
Fyrri part dags þann 26.08 ´09 fóru Hafþór og félagar uppá svæði og festu vélsleða belti á rampinn til að fá fullkomið grip á pallinum og það gaf góða raun, síðla dags var karlinn klár í að klára málið,fjöldi ljósmyndara og áhorfenda voru mættir til að berja þetta augum, Hafþór fór hvorki meira né minna en 5 backflip og tók fjöldan allan af flottum freestyle stökkum með í bland eins og hann hefði aldrei gert annað,
Við viljum ítreka að þetta er mjög hættulegt fyrir aðila sem eru ekki vel undirbúnir og hafa ekki góða aðstöðu til æfinga, Hafþór hefur verið á hjóli í mörg ár þó hann sé ungur að árum og hefur mikla reynslu af freestyle stökkum bæði á motorcrosshjóli og vélsleðum.
Við í stjórn KKA akstursíþróttafélag, þurfum ekki að taka það fram að við erum afar stoltir að hafa svona íþróttamenn innan okkar vébanda og ásamt því að eiga fjölmarga unga ökumenn sem landað hafa íslandsmeistaratitlum í ár , við vonum að okkar íþróttamenn haldi áfram að styrkjast og eflast í þessu frábæra starfi sem KKA hefur staðið fyrir í mörg ár.
F,h stjórnar KKA
Stefán Þór Jónsson
Athugasemdir