Flýtilyklar
Baráttan um Bíldsárskarðið
Undarlegt var að horfa á fréttirnar í gær og heyra og sjá Hólmgeir kvarta undan yfirgangi hjólamanna. Í dag hafði samband við mig maður sem hafði orðið vitni að þessum skrítnu atburðum þegar Hólmgeir kærði hjólamennina. Lýsingar hans voru þær að hjólamenn hefðu farið mjög kurteislega fram en til þeirra hafi komið hlaupandi umræddur maður og hafði þvílík fúkyrði við hjólamennina og sveiflaði hnefum um loftið. Fúkyrðin voru slík að maðurinn sagðist hafa reynt að hylja eyru barna sinna og tekið sér langan tíma til að útskýra að þetta væru ekki fyrirmyndarsamskipti manna á milli. Hólmgeir er reyndar algjör undantekning í hópi hestamanna. Almenna reglan er sú að hestamenn þakka tillitssemi sem hjólamenn sýna þeim en launa þeim ekki með dónaskap.
KKA hefur ritað Vegagerðinni bréf um umferðarskiltin og fleira í Bíldsárskarði og formaður átti fund um málið hjá Vegagerðinni í dag.
Bréfið er hér.
Athugasemdir