Flýtilyklar
Bikarmót gekk vel
04.06.2007
Þá er bikarmót félagsins afstaðið og tókst það í alla staði vel. Einar Sverrir Sigurðarson á KTM 525 SXS var í sérflokki í MX1 og sýndi hreint ótrúleg tilþrif. Hinn ungi Eyþór Reynisson á Honda CRF 150 ger-sigraði unglingaflokkinn og þar er greinilega mikið efni á ferð. Mótanefnd KKA vill koma á framfæri þakklæti til keppenda og áhorfenda fyrir frábæran dag, eins eiga þeir félagsmenn sem lögðu hönd á plóginn þakkir skildar fyrir sitt framlag til mótsins.
Úrslit og tímar eru hér.
Myndir í boði Icehobby eru hér.
Kv, Mótanefnd KKA.
Athugasemdir