Bíldsárskarðið framhald

Það var ekki Fjallvegasjóður sem keypti Kaupangslandið undir veginn upp á gömlu þjóðleiðina,  heldur var það Hestamannafélagið Léttir.    Samningnum hefur hins vegar ekki verið þinglýst og eru því engin skráð gögn um hann hjá fasteignamati eða í fasteignabók sýslumansembættisins.    KKA vill vera í samstarfi við Létti eins og áður hefur komið fram.    Vélhjólin eru komin til að vera og því miklu nær að samræma umferð og reglur.    KKA á tækjakost sem hægt er að nota við að viðhalda veginum yfir skarðið og svo mætti lengi telja.    Félögin KKA og Léttir eiga eins og áður hefur verið sagt sameiginlega hagsmuni og eiga ekki að vera bítast heldur að sameina krafta sína.    Léttir leitaði til KKA þegar reiðhöllin var byggð og fékk Léttir að sjálfsögðu ekkert nema góðar viðtökur.     Við þurfum að starfa saman ekki í sundur.    Ég leyfi mér að hvetja forsvarsmenn Léttis til viðræðna við stjórn KKA um Bíldsárskarðið og önnur mál.     Við erum nágrannar upp á dal og ekkert vit í því að félögin starfi ekki saman.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548