Flýtilyklar
Bjarki Sigurðsson Íþróttamaður ársins 2008 hjá KKA
Stjórn KKA hefur útnefnt Bjarka Sigurðsson íþróttamann ársins 2008. Bjarki Sigurðsson er fæddur 23. nóvember 1992 og varð
því 16 ára á árinu 2008. Hann stóð sig gríðarlega vel á árinu. Hann keppti í þremur mótaröðum til
íslandsmeistara og árangurinn varð þessi:
A. Íslandsmeistari unglinga í snócrossi
B. 4. sæti í unglingaflokki í motocrossi
C. 2. sæti í b flokki enduro. (fullorðnir) Auk þess var hann kosinn nýliði ársins í enduro af MSÍ.
Árangur Bjarka er rúmlega frábær en auk þess er Bjarki góð fyrirmynd annarra í íþróttinni. Vefurinn óskar eftir að þeir sem eiga góðar myndir af Bjarka aðallega við íþróttaiðkun sendi þær til th@alhf.is ætlunin er að koma upp smá-myndaalbúmi af kappanum.
Athugasemdir