Brautarlagningu lokið og merkingar langt komnar

Já það er ekki ofsögum sagt að brautin sem keppt verður í á sunnudaginn toppar allt sem við Akureyringar höfum boðið uppá í Enduro fram til þessa. Það var vaskur hópur sem vann við af brautarlagningu og merkingar í gærkvöldi og ágætlega mætt. Vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta í kvöld líka.

Á meðfylgjandi mynd má sjá #690 prófa dekkja og trjádrumba kaflann en hann var kallaður til af mótanefnd sem sérstakur úttektarmaður leiða enda maður með mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Niðurstaðan var sú að leiðin er greiðfær, meira að segja mönnum á fimmtugsaldri. En hafa ber í huga að Bóndinn er kannski ekki alveg venjulegur maður :)

Kveðja, Svæðis & Mótanefnd KKA.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548