MX brautin klár !

Búið er að mala, slétta og laga uppstökk og er brautin nú klár til aksturs. Á næstu dögum verður svo brautin dekkjuð og lokafrágangur á næsta leiti. Viljum svo bara minna á að akstur í brautinni er ekki leyfilegur nema viðkomandi sé með passa, annaðhvort dagpassa eða árspassa hvort heldur sem er. Dagpassarnir eru seldir hjá N1 í Veganesti og árspassar hjá Stebba Gullsmið - Studio 6 við Skipagötu. Það ekur enginn án passa og ef slíkt kemur upp verður viðkomandi umsvifalaust vísað af svæðinu þar til þau mál er á hreinu.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548