Flýtilyklar
Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 2010
08.02.2010
Um næstu helgi verður stór helgi í Vetrarhátíð ÍSÍ 2010. Fyrir utan það sem verður að gerast í Hlíðarfjalli og á skautasvellinu þá verður snjóspyrna haldin í flóðlýsingu á tjörninni við skautasvellið á föstudagskvöldið kl. 20.00. Þetta er hörkuskemmtilegt til áhorfs og tekur ca. 1 ½ tíma. Kl. 10 á laugardeginum opnar svo stórsýningin Vetrarsport 2010 í Boganum. Eins og meðfylgjandi viðhengi gefur til kynna þá margt fyrir augað á þessari sýningu. Sýningin er opin frá kl. 10.00-17.00 á laugardag og 12.00-16.00 á sunnudag.
Hér er tengill á dagskrá hátíðarinnar: http://www.vmi.is/vh2010
Athugasemdir